top of page

Stofnandinn

Fyrirtækið var stofnað 1978 af Elínu Rósu Finnbogadóttur sem af eigin raun komst að því að engar vörur voru til á Íslandi, fyrir konur sem höfðu fegið krabbamein í brjóst og gengist undir brjóstnám.    Í stað þess að gera ekki neitt ákvað hún að hefja innflutning á hjálpartækjum sem voru fyrst frá Bandaríkjum Norður Ameríku og seinna meir frá Austurríki.

 

Elín var framarlega í hópi kvenna sem stofnuðu Samhjálp kvenna, stuðningshóps innan Krabbameisfélags Reykjavíkur og vann ötullega að baráttu um réttindi og stuðning fyrir hópinn.   Hún var sú fyrsta sem kom opinberlega fram og sagði frá veikindum sínum og bata og opnaði þar með umræðu um brjóstakrabbamein.

 

Elín var handhafi gullmerkis Samhjálpar kvenna og fálkaorðunnar sem henni var veitt 2003 fyrir störf sín.

 

 

Elín Rósa Finnbogadóttir

1928 - 2008.

bottom of page